StickyPad er lítið forrit sem er sniðugt að nota til að skrá niður minnipunkta þegar maður er að ráfa um netið og sér eitthvað sem maður vill skoða síðar. Þetta eru nokkurs konar límmiðar sem eru límdir á skjáborðið eða á desktopið. Einnig er hægt að láta StickyPad minna sig á. Forritið er ókeypis og er hægt að nálgast með því að smella hér...
sunnudagur, 7. desember 2008
sunnudagur, 20. júlí 2008
Frír hljóðupptökuvefstika

Vefstikan hentar sérstaklega vel þegar ætlunin er að nálgast tal eða tónlist á netinu sem ekki er hægt að vista eða hlaða niður með hefðbundnum hætti. Hér er hægt að nálgast vefstikuna...
sunnudagur, 13. júlí 2008
YouTube Downloader – frír hugbúnaður sem margir eru að leita að
YouTube Downloader er ókeypis forrit sem gerir fólki kleyft að hlaða niður myndskeiðum frá YouTube og fleiri aðilum. Hægt er að færa þessi myndskeið yfir í önnur skrárasnið eins og iPod, iPhone, PSP, Cell Phone, Windows Media, XVid og MP3. Auðvelt er að vinna með forritið. Það eina sem þarf að gera er að setja inn vefslóðina sem hlaða á niður og velja 'OK'.
Hér er hægt að nálgast forritið...
laugardagur, 21. júní 2008
Box.net - gyemslusvæði á Netinu

Alltaf eru að bætast við nýjungar og tengimöguleikar við hin ýmsu netkerfi eins og Facebook, Gmail o.fl. Á box.net er hægt að geyma tónlist, myndir, ritvinnsluskjöl og margt fleirra. Einnig er auðvelt að deila skrám til annara og tengja myndir og myndbönd við vefsíður svo eitthvað sé nefnt. Smelið hér til að lesa meira...
fimmtudagur, 19. júní 2008
Ný útgáfa af Firefox komin út
Nú er komin út ný útgáfa af Firefox vafranum. Þar er að finna ýmsar viðbætur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)